Friday, May 03, 2013

Asparssúpa



 Súpan mallar og topparnir af aspasnum eru gufusoðnir. 


Voilá!



Í þessa uppskrift getur þú notað bæði grænan og hvítan aspas. Ef þú notar þann síðarnefnda þá þarf að skralla hann. Besta leiðin er að leggja þá á borð og afhýða þannig. Þannig forðast þú að brjóta þá í tvennt. Svo er neðsti hlutinn brotinn af þar sem endinn gefur eftir. Skolið vandlega fyrir matreiðslu.

Uppskriftin hentar fyrir 2.



600g hvítur eða grænn aspas
1 lítill laukur
1 msk. olía eða vegan-smjör 
600 ml grænmetiskraftur
1 bolli vegan-rjómi
Maizena þykkir
salt
Hvítur pipar (svartan pipar er einnig hægt að nota)


Skerið toppinn af stilkunum, ca. 7-8 cm af og setjið til hliðar. Skerið niður neðri hlutann. Saxið laukinn og hitið olíu /smjör í potti. Bætið við lauk og niðurskorið aspas, hitið í nokkrar mínútur án þess að laukurinn taki lit og bætið þá kraftinum útí. Látið krauma þar til aspasinn er mjúkur (en ekki sjóða of lengi, það hefur áhrif á bragðið). Hrærið vel og hellið í sigti og svo aftur í pottinn og bætið í rjómanum, salti og pipar. Bætið í Maizena ef vill. Á meðan súpan mallar gufusjóðið þá aspas toppana þar til þeir eru mjúkir og bætið í súpuna rétt áður en hún er borin fram.  

Gott með mjúku brauði.


Bananabrauð




Uppskrift: 

2 bananar
1/2 bolli sykur
1 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft sett í 1 tsk eplaedik
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

Aðferð:
Þurrefnum er blandað í skál
Bananar stappaðir og blandað saman við ásamt lyftidufti og eplaediksblöndu. Hrært saman með sleif þar til allt er blandað saman. Sett í smurt form og bakað í 30-40 mínútur á 180°C.


Í stað eggja er hægt að nota ýmislegt annað. Hér er listi með möguleikum: 



Tuesday, April 23, 2013

Ofnbakað pasta með brokkólí.


250 g. þurrkað fusilli eða annað þurrkað pasta
1/2 spergilkál
4 sveppir
Olíu til steikingar
2.5 dl. ósykruð soja mjólk
1 dl. af hráum möndlum
0.5 dl. nærings ger
2 msk. vegan smjörlíki
1 msk. tahini
1 msk. sinnep
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. reykt paprika
1 hvítlaukur
Salt og pipar

4 msk. brauðmolar 


Hitið ofninn í 225 gráður. Smyrjið eldfast mót.

Leiðbeiningar

Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Skerið spergilkálið í smærri stilka, og setjið í sjóðandi vatnið með pastanu síðustu þrjár mínútur af matreiðslu tímanum. Hellið svo vatninu af.

Skerið sveppina í fernt. Hitið olíu á miðlungs hita á pönnu og steikið sveppina þar til þeir eru gullnir.

Blandið saman soja mjólk, möndlum, nærings-geri, smjörlíki, tahini, sinnepi, sítrónusafa, reyktri papriku og hvítlauk í matvinnsluvél eða blender,  og maukið þar til komin er góð sósa. Þetta tekur nokkrar mínútur.

Blandið saman pastanu, spergilkáli, sveppum og sósu. Kryddið með salti og pipar.

Setjið allt í eldfast mót og stráið brauðmylsnu ofan á.

Bakið í ofni þar til gullið, það tekur um tíu mínútur. Berið fram heitt.


Thursday, April 11, 2013

Fljótlegt og gott


Þessi réttur er einfaldur og fljótlegur. Hrísgrjón, brussel-spírur og sæt paprika. 

Gljáðar Brussel spírur eru mjög delissjús! Uppskriftina að þeim fékk ég á matarbloggi Gwyneth Paltrow, Goop.com

Brussel spírur

Sjóðið þær í 7 mínútur, leyfið svo að kólna smávegis og skerið í tvennt. 
Hitið olíu á pönnu og steikið spírurnar á hvolfi í 4-5 mín. án þess að snúa. Að þeim tíma liðnum er þeim snúið og steiktar í 3 mín. í viðbót. 

Setjið á fat og saltið með sjávarsalti, hellið ólívuolíu á og pressið sítrónu yfir allt saman. 

Sætar paprikur

Skerið í þykka strimla, langsum. steikið á pönnu við miðlungshita þangað til mjúkar og smá brenndar. Saltið svo. 

Hrísgrjón

Ég set 1 dl af hrísgrjónum í 2 dl af vatni og 1 tsk af salti og læt suðuna koma upp, set þá á lægsta straum og læt malla í 10 mín., tek þá af hellunni og læt standa í aðrar 10 mín.. Lokið er á allan tímann. 



Indverskur réttur


Eitt uppáhalds veganska matarbloggið mitt er norska Vegetarbloggen.com. ég kynntist Mari eiganda þess í Stavanger í vegan-hópnum. Hún er snilldarkokkur og bakari og bloggið hennar er virkilega efnismikið og fræðandi. 

Þessi réttur er þaðan og er mjög góður og frekar einfaldur. 

Veganskur Tikka Masala.

  • 2 dl. hænsnabaunir 
  • 2 cm engifer
  • 2 hvítlauksbelgir
  • smá mulin koríander
  • 1 msk paprikuduft
  • 1 tsk kanil
  • 1 tsk kardimommur
  • 1 tsk kúmenduft
  • 0,5 tsk gurkemeie
  • 1 tsk cayennepipar
  • 1 tsk garam masala
  • Olía til að steikju upp úr. 
  • 1 laukur
  • 1 dós (cirka 3 dl) maukaðir tómatar
  • 2 dl vatn
  • 2 miðlungs kartöflur
  • 2 gulrætur
  • 1 dl soyajógúrt
  • Salt
  • fersk persilja
Indversk hrísgrjón: 
  • 2 msk mild matarolía
  • 1 tsk gurkemeie
  • 0,5 tsk kardimommur
  • 0,5 tsk mulin nellika
  • 2 dl jasminhrísgrjón
  • Salt
  • 5 dl vatn
Aðferð: 

Láttu kjúklingabaunirnar(má nota úr dós) liggja í vatni yfir nótt. Sjóðið þær síðan í létt söltu vatni, í um klukkutíma.


Skera engifer, hvítlauk og kóríander fínt.

Blanda því svo saman við papriku, kanil, kardimommu, kúmen, túrmerik, cayenne pipar og garam masala og setja til hliðar.


Hitið olíuna á pönnu. Fínt saxa laukinn og steikið. Hrærið í kryddblönduna og steikið með lauknum í nokkrar mínútur.

Bætið við tómötum og vatni og láta sjóða.


Skrallið kartöflur og gulrætur og skerið í teninga. Setja það á pönnu og bætið við kjúklingabaunum. Láta krauma þangað til kartöflurnar eru mjúkar. Bætið við vatni ef það verður þurrt.

Að lokum hrærið í soyajógúrtina og smakkið til með salti.

Saxa steinselju og stráið yfir áður en að borið er fram. 

Indverskt hrísgrjón:

Hitið olíuna á pönnu. Bætið í túrmerik, kardemommum og negull, og hrærið það vel í olíu. Láta það malla í nokkrar mínútur. Hrærið í hrísgrjónin og salt og fyllið á með vatni. Láttið hrísgrjónin malla við  vægan hita, með loki í 15 mínútur. Þá tekið af pönnunni og 
láta hrísgrjónin standa í fimm mínútur.





Amerískar pönnsur

Veganskar amerískar pönnsur með jurtasmjöri og ahorn-sírópi.

Ég nota uppskriftina hans Jamie Oliver en í stað kúamjólkur nota ég soyjamjólk og í stað eggja nota ég No egg eggjasubstitute. Ég hef líka notað chia-fræ, þau eru þá mulin og látin liggja í vatni í smá stund áður en þau eru sett útí. (1 tsk. chia fræ sett í 1 msk. vatn = 1 egg)

Annars eru fleiri möguleikar á eggja-staðgenglum(!) t.d. er hálfur banani á við eitt egg, sjá hér. 

Uppskriftin að pönnukökunum er eftirfarandi: 

3 ,,egg''
115 g hveiti(2 dl)
rúm tsk. lyftiduft
140 ml. soyamjólk(1,5 dl)
1/2 tsk. salt

Værsago!

Wednesday, January 09, 2013

Björk
I don't expect people to get me. That would be quite arrogant. I think there are a lot of people out there in the world that nobody gets. - Björk