Tuesday, April 23, 2013

Ofnbakað pasta með brokkólí.


250 g. þurrkað fusilli eða annað þurrkað pasta
1/2 spergilkál
4 sveppir
Olíu til steikingar
2.5 dl. ósykruð soja mjólk
1 dl. af hráum möndlum
0.5 dl. nærings ger
2 msk. vegan smjörlíki
1 msk. tahini
1 msk. sinnep
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. reykt paprika
1 hvítlaukur
Salt og pipar

4 msk. brauðmolar 


Hitið ofninn í 225 gráður. Smyrjið eldfast mót.

Leiðbeiningar

Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Skerið spergilkálið í smærri stilka, og setjið í sjóðandi vatnið með pastanu síðustu þrjár mínútur af matreiðslu tímanum. Hellið svo vatninu af.

Skerið sveppina í fernt. Hitið olíu á miðlungs hita á pönnu og steikið sveppina þar til þeir eru gullnir.

Blandið saman soja mjólk, möndlum, nærings-geri, smjörlíki, tahini, sinnepi, sítrónusafa, reyktri papriku og hvítlauk í matvinnsluvél eða blender,  og maukið þar til komin er góð sósa. Þetta tekur nokkrar mínútur.

Blandið saman pastanu, spergilkáli, sveppum og sósu. Kryddið með salti og pipar.

Setjið allt í eldfast mót og stráið brauðmylsnu ofan á.

Bakið í ofni þar til gullið, það tekur um tíu mínútur. Berið fram heitt.