Thursday, September 16, 2010
Tuesday, September 14, 2010
Brauð dagsins
1 ltr. volgt vatn
1 msk salt
1 msk.sykur
1 pakki ger
- blandað saman
Þvínæst sett hveiti og hvaða grófmet sem er þar til deigið er fast i sér. Látið hefast í einn tíma. Hnoðað og ofninn hitaður í 200 c. Látið hefast á meðan ofninn hitnar. Sett í form eða á plötu. Smurt með smá vatni. Bakað í einn tíma neðst í ofninum.
Svona heimabakað brauð er víst hollara en brauð útur búð sem hefur aukaefni í sér.
Blóm
Tók græðlinga af tveimur sumarblómum sem ég á og setti í lítið box og niðrí kjallara þar sem það á að vera yfir veturinn. Hafa þegar vaxið vel á 2-3 vikum.
Stóru plönturnar á maður einnig að taka inn en það er ekki svo auðvelt vegna plássleysis. Við sjáum til, en allavega á ég græðlingana.
Þessi blóm eru:
Regnvísir á sænsku(því þau blóm opna sig ekki þann dag sem það mun rigna). Kemur frá S-Afríku.
Monday, September 13, 2010
Scandic Lindesnes
Fórum í smá helgarferð um helgina og keyrðum til Lindesnes, syðsta odda Noregs. Er um 3 tíma akstur. Gistum á Scandic hotel sem er svona íbúða hótel. Fólk getur keypt íbúð þarna til að nota sem sumarhús og leigt svo út herbergi sem hótelið sér um. Allt nýtt og flott.
Á Lindesnesi sjálfu kostar inn á tangann, við tímdum því ekki... Svo að myndirnar eru bara frá þarna fyrir utan. Þarna eru líka hernaðarmanvirki frá seinna stríði.
smá dútl
ákvað að föndra smá og keypti því notaða leikgrind úr tré og spreyaði svo hvíta.
Tókst bara nokkuð vel en verst ég þurfti að kaupa 4 spreybrúsa sem kostuðu þá um 3.500 kr., en grindin var á 4.000 kr(norskar). Ný grind kostar um 15.000 kr..
Subscribe to:
Posts (Atom)