Monday, September 13, 2010

Scandic Lindesnes


Fórum í smá helgarferð um helgina og keyrðum til Lindesnes, syðsta odda Noregs. Er um 3 tíma akstur. Gistum á Scandic hotel sem er svona íbúða hótel. Fólk getur keypt íbúð þarna til að nota sem sumarhús og leigt svo út herbergi sem hótelið sér um. Allt nýtt og flott.


Á Lindesnesi sjálfu kostar inn á tangann, við tímdum því ekki... Svo að myndirnar eru bara frá þarna fyrir utan. Þarna eru líka hernaðarmanvirki frá seinna stríði.

No comments: