Friday, May 03, 2013

Asparssúpa



 Súpan mallar og topparnir af aspasnum eru gufusoðnir. 


Voilá!



Í þessa uppskrift getur þú notað bæði grænan og hvítan aspas. Ef þú notar þann síðarnefnda þá þarf að skralla hann. Besta leiðin er að leggja þá á borð og afhýða þannig. Þannig forðast þú að brjóta þá í tvennt. Svo er neðsti hlutinn brotinn af þar sem endinn gefur eftir. Skolið vandlega fyrir matreiðslu.

Uppskriftin hentar fyrir 2.



600g hvítur eða grænn aspas
1 lítill laukur
1 msk. olía eða vegan-smjör 
600 ml grænmetiskraftur
1 bolli vegan-rjómi
Maizena þykkir
salt
Hvítur pipar (svartan pipar er einnig hægt að nota)


Skerið toppinn af stilkunum, ca. 7-8 cm af og setjið til hliðar. Skerið niður neðri hlutann. Saxið laukinn og hitið olíu /smjör í potti. Bætið við lauk og niðurskorið aspas, hitið í nokkrar mínútur án þess að laukurinn taki lit og bætið þá kraftinum útí. Látið krauma þar til aspasinn er mjúkur (en ekki sjóða of lengi, það hefur áhrif á bragðið). Hrærið vel og hellið í sigti og svo aftur í pottinn og bætið í rjómanum, salti og pipar. Bætið í Maizena ef vill. Á meðan súpan mallar gufusjóðið þá aspas toppana þar til þeir eru mjúkir og bætið í súpuna rétt áður en hún er borin fram.  

Gott með mjúku brauði.


No comments: