Thursday, April 11, 2013

Fljótlegt og gott


Þessi réttur er einfaldur og fljótlegur. Hrísgrjón, brussel-spírur og sæt paprika. 

Gljáðar Brussel spírur eru mjög delissjús! Uppskriftina að þeim fékk ég á matarbloggi Gwyneth Paltrow, Goop.com

Brussel spírur

Sjóðið þær í 7 mínútur, leyfið svo að kólna smávegis og skerið í tvennt. 
Hitið olíu á pönnu og steikið spírurnar á hvolfi í 4-5 mín. án þess að snúa. Að þeim tíma liðnum er þeim snúið og steiktar í 3 mín. í viðbót. 

Setjið á fat og saltið með sjávarsalti, hellið ólívuolíu á og pressið sítrónu yfir allt saman. 

Sætar paprikur

Skerið í þykka strimla, langsum. steikið á pönnu við miðlungshita þangað til mjúkar og smá brenndar. Saltið svo. 

Hrísgrjón

Ég set 1 dl af hrísgrjónum í 2 dl af vatni og 1 tsk af salti og læt suðuna koma upp, set þá á lægsta straum og læt malla í 10 mín., tek þá af hellunni og læt standa í aðrar 10 mín.. Lokið er á allan tímann. 



No comments: