Thursday, April 11, 2013

Indverskur réttur


Eitt uppáhalds veganska matarbloggið mitt er norska Vegetarbloggen.com. ég kynntist Mari eiganda þess í Stavanger í vegan-hópnum. Hún er snilldarkokkur og bakari og bloggið hennar er virkilega efnismikið og fræðandi. 

Þessi réttur er þaðan og er mjög góður og frekar einfaldur. 

Veganskur Tikka Masala.

  • 2 dl. hænsnabaunir 
  • 2 cm engifer
  • 2 hvítlauksbelgir
  • smá mulin koríander
  • 1 msk paprikuduft
  • 1 tsk kanil
  • 1 tsk kardimommur
  • 1 tsk kúmenduft
  • 0,5 tsk gurkemeie
  • 1 tsk cayennepipar
  • 1 tsk garam masala
  • Olía til að steikju upp úr. 
  • 1 laukur
  • 1 dós (cirka 3 dl) maukaðir tómatar
  • 2 dl vatn
  • 2 miðlungs kartöflur
  • 2 gulrætur
  • 1 dl soyajógúrt
  • Salt
  • fersk persilja
Indversk hrísgrjón: 
  • 2 msk mild matarolía
  • 1 tsk gurkemeie
  • 0,5 tsk kardimommur
  • 0,5 tsk mulin nellika
  • 2 dl jasminhrísgrjón
  • Salt
  • 5 dl vatn
Aðferð: 

Láttu kjúklingabaunirnar(má nota úr dós) liggja í vatni yfir nótt. Sjóðið þær síðan í létt söltu vatni, í um klukkutíma.


Skera engifer, hvítlauk og kóríander fínt.

Blanda því svo saman við papriku, kanil, kardimommu, kúmen, túrmerik, cayenne pipar og garam masala og setja til hliðar.


Hitið olíuna á pönnu. Fínt saxa laukinn og steikið. Hrærið í kryddblönduna og steikið með lauknum í nokkrar mínútur.

Bætið við tómötum og vatni og láta sjóða.


Skrallið kartöflur og gulrætur og skerið í teninga. Setja það á pönnu og bætið við kjúklingabaunum. Láta krauma þangað til kartöflurnar eru mjúkar. Bætið við vatni ef það verður þurrt.

Að lokum hrærið í soyajógúrtina og smakkið til með salti.

Saxa steinselju og stráið yfir áður en að borið er fram. 

Indverskt hrísgrjón:

Hitið olíuna á pönnu. Bætið í túrmerik, kardemommum og negull, og hrærið það vel í olíu. Láta það malla í nokkrar mínútur. Hrærið í hrísgrjónin og salt og fyllið á með vatni. Láttið hrísgrjónin malla við  vægan hita, með loki í 15 mínútur. Þá tekið af pönnunni og 
láta hrísgrjónin standa í fimm mínútur.





No comments: