Ég nota uppskriftina hans Jamie Oliver en í stað kúamjólkur nota ég soyjamjólk og í stað eggja nota ég No egg eggjasubstitute. Ég hef líka notað chia-fræ, þau eru þá mulin og látin liggja í vatni í smá stund áður en þau eru sett útí. (1 tsk. chia fræ sett í 1 msk. vatn = 1 egg)
Annars eru fleiri möguleikar á eggja-staðgenglum(!) t.d. er hálfur banani á við eitt egg, sjá hér.
Uppskriftin að pönnukökunum er eftirfarandi:
3 ,,egg''
115 g hveiti(2 dl)
rúm tsk. lyftiduft
140 ml. soyamjólk(1,5 dl)
1/2 tsk. salt
Værsago!
No comments:
Post a Comment